Persónuverndaryfirlýsing Radisson Hotel Group

Yfir hvað nær þessi persónuverndaryfirlýsing?

Langtímasýn okkar er að vera framúrskarandi fyrirtæki fyrir gesti, eigendur og starfsfólk. Þar sem kjarninn í viðskiptum okkar snýst um gesti okkar gerum við okkur fulla grein fyrir mikilvægi persónuverndar og gagnaverndar fyrir alla okkar gesti. 

Þess vegna höfum við skuldbundið okkur til að virða og vernda friðhelgi þína og val þitt og að meðhöndla persónuupplýsingar þínar af fyllstu varkárni við allar aðstæður.

Við höfum hannað persónuverndaryfirlýsingu okkar þannig að hún sé gagnsæ og fylgi meginreglum um persónuvernd á sniði sem er auðskiljanlegt og læsilegt. Ef þú ert í vafa eða hefur spurningar varðandi eftirfarandi skjöl skaltu ekki hika við að hafa samband í gegnum persónuverndarmiðstöð hvenær sem er.

Í þessari persónuverndaryfirlýsingu má finna upplýsingar um það hvernig við vinnum úr þeim persónuupplýsingum sem við söfnum frá þér: 

  • þegar þú gerir bókun á einu af hótelum okkar,
  • þegar þú gistir á einu af hótelum okkar,
  • þegar þú gengur í Radisson Rewards-vildarklúbbinn, eða
  • þegar þú notar vefsvæði okkar eða hefur á annan hátt samskipti við okkur (t.d. í gegnum samfélagsmiðla)

Þegar þú nýtir þér einhverja þjónustu okkar og/eða samþykkir þessa persónuverndaryfirlýsingu, t.d. þegar þú bókar hótelherbergi hjá okkur eða gistir á einhverju af hótelum okkar, skilur þú og staðfestir að við munum safna og nota persónuupplýsingar eins og lýst er í þessari tilkynningu um persónuvernd.

Hafðu í huga að sérstök persónuverndarstefna gildir um öll mál tengd mannauðsmálum.

Hver við erum og hvernig má hafa samband við okkur

Radisson Hotel Group („Radisson“, „við“, „okkur“ og „okkar“) er alþjóðleg hótelkeðja sem hannar og rekur yfir 1.100 hótel í 95 löndum í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Afríku, Asíu og Eyjaálfu undir níu aðskildum vörumerkjum.

Unnið er úr persónuupplýsingum þínum af mismunandi aðilum á vegum Radisson og/eða í mismunandi tilgangi, allt eftir því hver þú ert.

Radisson Hospitality BELGIUM SRL (sjá samskiptaupplýsingar í viðauka 1) er Radisson einingin sem starfar sem ábyrgðaraðili allra bókunarupplýsinga og gestagagna, auk annarra hluta, og ber ábyrgð á miðlægu bókunarkerfi Radisson og hefur umsjón með markaðsstarfi Radisson. Það heldur einnig utan um alþjóðlegan gagnagrunn yfir gesti sem gista eða hafa gist á hótelum undir merkjum Radisson. 
Radisson Loyalty Management SRL (sjá samskiptaupplýsingar í viðauka 1) er Radisson einingin sem rekur Radisson Rewards vildarklúbbinn og tengda starfsemi; hún er ábyrgðaraðili gagna fyrir allar persónuupplýsingar sem tengjast þeirri þjónustu, þ.e. aðildargagna.

Þegar þú gistir á einu af hótelum okkar mun það hótel auk þess vinna úr persónuupplýsingum þínum sem sjálfstæður ábyrgðaraðili gagna í eigin tilgangi. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að eignasafn hótela okkar nær yfir hótel í rekstri annarra, hótel í umsjón Radisson og sérleyfishótel sem öll eru starfrækt undir merkjum Radisson. Hótel sem eru rekin af öðrum og hótel í umsjón Radisson einingar. Sérleyfishótel eru rekin af öðrum aðilum en Radisson og kunna að hafa eigin persónuverndaryfirlýsingu.

Hvað persónuupplýsingum söfnum við?

Persónuupplýsingar eða persónugögn merkja allar upplýsingar eða gögn sem gætu auðkennt þig beint (t.d. nafn þitt) eða óbeint (t.d. í gegnum netfang þitt eða símanúmer). Persónuupplýsingar geta meðal annars innihaldið nafn, netfang/heimilisfang, símanúmer, kreditkortaupplýsingar, bókunarupplýsingar, kjörstillingar, aldur, kyn eða starfsheiti. 

Það hvaða persónuupplýsingum sem við söfnum og hvernig við söfnum þeim fer eftir því hvernig þú átt samskipti við okkur. Almennt vinnum við úr bókunarupplýsingum, gestagögnum og aðildargögnum:

Bókunargögn eru allar upplýsingar sem tengjast bókun á einu af hótelunum okkar, óháð því hvernig þú bókaðir (t.d. í gegnum vefsvæðið okkar, appið, ferðaskrifstofu á netinu eða beint hjá hótelinu). Dæmi um bókunarupplýsingar eru samskiptaupplýsingar, bókunarupplýsingar (bókunarnúmer, nafn hótels, dagsetningar dvalar, verð, máltíðir), persónulegar stillingar eða greiðslu-/fjárhagsupplýsingar;

Gestagögn eru allar upplýsingar um þig sem gest sem dvaldi eða dvelur á einu af hótelunum okkar. Gestagögn geta innihaldið samskiptaupplýsingar þínar, ítarlegri upplýsingar um þig (svo sem kyn og fæðingardag), bókunarsögu, persónulegar kjörstillingar, kröfur og kvartanir sem þú hefur lagt fram eða stillingar fyrir markaðsefni;

Aðildargögn eru allar upplýsingar um þig sem skráðan meðlim í Radisson Rewards-vildarklúbbinn. Aðildargögn geta innihaldið samskiptaupplýsingar þínar, ítarlegri upplýsingar um þig (svo sem kyn og fæðingardag), aðildarupplýsingar (svo sem stig og stöðu, fjölda vildarpunkta, innlausn punkta, skráningardag og sölurás), bókunarsögu, kjörstillingar eða notandalýsingu meðlims (svo sem algengustu ástæðu ferðalaga, lengd dvalar, matarvalkost, bókunarleið).

Til að fá heildaryfirlit yfir þær persónuupplýsingar sem við vinnum um þig, sem og sértækar gagnavinnsluaðgerðir okkar og tilgang úrvinnslu okkar skaltu skoða „Lista yfir vinnslu persónuupplýsinga”, í viðauka 2.

Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar?

Við kunnum að safna eða taka á móti persónuupplýsingum frá þér í gegnum vefsíðu okkar, forrit, samfélagsmiðla, þjónustu við viðskiptavini eða þegar þú gistir á einu af hótelum okkar. Stundum lætur þú okkur í té þessar persónuupplýsingar beint (t.d. þegar við innritun eða brottför af hóteli, þegar þú stofnar aðgang eða þegar þú hefur samband við okkur) og stundum söfnum við þeim (t.d. með notkun fótspora til að skilja hvernig þú notar vefsíðu okkar og forrit).

Í sumum tilvikum kunnum við einnig að fá persónuupplýsingar um þig frá þriðju aðilum á borð við bókunarvefsíðum, ferðaskrifstofum og/eða greiðslukortafyrirtækjum.

Þessar heimildir þriðju aðila geta einnig innihaldið opinberar upplýsingar. Sér í lagi kunnum við að fá og safna persónuupplýsingum af samfélagsmiðlum þegar þú notar efni frá okkur eða af verkvöngum á netinu þegar þú gefur umsögn um dvöl þína og/eða þjónustu okkar (t.d. á Tripadvisor.com, Booking.com, Google o.s.frv.). 

Svona notum við persónuupplýsingar um þig

Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum á eftirfarandi lagagrundvelli, eins og heimilt er samkvæmt gildandi lögum:

  • til að uppfylla skyldur okkar samkvæmt samningi við þig eða til að gera ráðstafanir áður en samningur er gerður við þig (t.d. þegar þú bókar hjá okkur eða stofnar Radisson Rewards-reikning);
  • til að uppfylla lagalegar skyldur (t.d. gætum við þurft að sjá upplýsingar um persónuskilríki þegar þú innritar þig eða geyma greiðsluupplýsingar við brottför til að fylgja reglum um skatta og reikningsskil);
  • þegar það eru lögmætir viðskiptahagsmunir okkar að nota persónuupplýsingar þínar (t.d. til að reka, meta og bæta rekstur okkar, til að koma í veg fyrir og vernda okkur og aðra gegn svikum, óheimilum viðskiptum, kröfum og öðrum skuldbindingum og til að tryggja að farið sé að reglum fyrirtækisins og iðnaðarstöðlum);
  • byggt á samþykki þínu (t.d. þegar þú kýst að gerast áskrifandi að markaðssetningarfréttabréfum okkar). 

Notkun okkar á persónuupplýsingum þínum fer eftir því hver þú ert og hvernig samskiptum þínum við okkur er háttað. Smelltu hér til að sjá hvernig við notum persónuupplýsingar þínar og ástæðurnar fyrir því að við gerum það. (Viðauki 2)

Við munum aðeins vinna úr tilteknum gerðum persónuupplýsinga (t.d. upplýsingum um kynþátt eða þjóðerni eða heilsutengdum gögnum) þegar þú biður okkur um það (þ.e. þegar við höfum skýrt samþykki frá þér) eða í undantekningartilvikum þegar lagalegur grundvöllur til þess er til staðar (t.d. til að vernda mikilvæga hagsmuni þína).

Hafðu samband við okkur í gegnum persónuverndarmiðstöðina hvenær sem er, ef þú ert með spurningar um hvernig við söfnum og notum persónugögnum þínum.

Deiling persónuupplýsinga þinna

Þegar við deilum persónuupplýsingum þínum eins og lýst er hér að neðan munum við grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að allir þriðju aðilar hafi innleitt eðlilegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þínar.

a. Við veitum ekki þriðju aðilum persónuupplýsingar þínar til eigin beinnar markaðssetningar

Við veitum ekki þriðju aðilum persónuupplýsingar þínar til eigin beinnar markaðssetningar Ef þú hins vegar biður okkur um að deila persónuupplýsingum þínum með vefsvæðum eða verkvöngum þriðju aðila, svo sem samfélagsmiðlum, gætu þessi vefsvæði eða verkvangar þriðju aðila hugsanlega notað gögnin þín í markaðsskyni.

b. Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum innan Radisson samstæðunnar

Hægt er að nálgast persónuupplýsingar þínar innan Radisson. Þetta þýðir að við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum þvert á Radisson samstæðuna, þ.m.t. til hlutdeildarfélaga og dótturfélaga. Einungis þeir sem þess þurfa hafa aðgang og hann er aðeins veittur þar sem nauðsynlegt er til að veita þér umbeðna þjónustu eða gera okkur kleift að sinna öllum nauðsynlegum eða lögmætum aðgerðum (þ.m.t. í rekstrarlegum, eignaumsjónarlegum, eftirlitslegum eða matstengdum tilgangi).

c. Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með hótelum sem starfa undir vörumerki Radisson og öfugt

Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með hótelum sem starfa undir vörumerki Radisson. Þegar þú t.d. bókar hótelherbergi er þeirri bókun stjórnað miðlægt af Radisson Hospitality Belgium SRL og síðan deilt með hótelinu sem þú bókaðir hjá svo það geti tekið á móti þér og uppfyllt samningssambandið við þig (reikningagerð, greiðslu, umsjón með bókunum o.s.frv.); ef þú ert meðlimur í Radisson Rewards eða hefur dvalið hjá okkur áður deilum við reikningsupplýsingum þínum með hótelinu þar sem þú gistir svo að það geti veitt þér ávinning tengdan aðildarstöðu þinni eða auðveldað þér innritun. Eins geta hótel sem starfa undir vörumerki Radisson deilt persónuupplýsingum þínum aftur með okkur, til dæmis þegar þú bókar beint á hótelinu eða hefur sérstakar beiðnir eða kvartar við hótelið.

Eins og tilgreint er hér að ofan innihalda hótel okkar hótel sem eru í rekstri annarra, hótel í umsjón Radisson og sérleyfishótel. 

  • Hótel í rekstri annarra og hótel í umsjón Radisson eru rekin af Radisson eða einu hlutdeildarfélaga þess. Gagnadeiling hótel í rekstri annarra og í umsjón okkar eru yfirleitt innan Radisson Hotel Group sem rekur hótelin.  

  • Sérleyfishótel eru hins vegar rekin af þriðju aðilum sem eru ekki hluti af Radisson. Þess vegna er persónuupplýsingum þínum deilt með slíkum þriðju aðilum innan ramma sérleyfissamninga þeirra við Radisson.

d. Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með eigendum hótela í umsjón Radisson

Hótel í umsjón Radisson eru rekin af því en eru í eigu þriðja aðila. Hluta af persónuupplýsingum þínum kann að vera deilt með eigendum innan ramma samningsbundinna tengsla og samkvæmt sameiginlegum rekstrarsamningi eða þær kunna að vera fluttar til þeirra sem sjálfstæðra ábyrgðaraðila. 

Við deilum gögnum með eigendum hótela sem Radisson hefur umsjón með, í þeim tilgangi helstum að viðhalda hótelbókunar- og bókahaldskerfi, þar á meðal og án takmarkana, bókhaldskerfi, gestaskráningum og skráningum í afgreiðslu. 

Þú getur óskað eftir meiri upplýsingum um hver eru tengsl Radisson og eigenda hótela sem Radisson stýrir, sem og nöfn þeirra eiganda með því að hafa samband við okkur í gegnum persónuverndarmiðstöðina

e. Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með traustum þriðju aðilum sem kunna að vinna úr þeim fyrir okkar hönd

Við reiðum okkur á trausta þriðju aðila til að sinna fjölbreyttum hluta rekstursins fyrir okkar hönd. Við gerum ávallt allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að allir þriðju aðilar sem við störfum með tryggi öryggi persónuupplýsinga þinna. Við veitum viðkomandi aðeins þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að veita þjónustuna og förum fram á að þeir noti persónuupplýsingar þínar ekki í neinum öðrum tilgangi.  Til dæmis kunnum við að biðja eftirfarandi aðila um þjónustu þar sem þörf er á úrvinnslu persónuupplýsinga þinna:

  • Þjónustuaðilar sem sjá um þjónustu við viðskiptavini vegna bókana, kvartana og/eða vildarkerfis;

  • Þriðju aðilar sem aðstoða okkur við stafræna þjónustu (eins og innritun og útskráningu á netinu), auðkenningu eða einkunnir, umsagnir og kannanir;

  • Auglýsingastofur, markaðssetningaraðilar og aðilar á sviði stafrænnar þjónustu og samfélagsmiðla sem hjálpa okkur að birta auglýsingar, markaðssetningu og herferðir og greina árangur þeirra;

  • Þriðju aðilar sem aðstoða okkur við að veita upplýsingatækniþjónustu, til dæmis með því að veita þjónustu fyrir verkvanga, hýsingu, viðhald og aðstoð fyrir gagnagrunna sem og fyrir hugbúnað okkar og forrit;

  • Greiðsluþjónustuaðilar og lánshæfismatsstofnanir til að meta lánshæfiseinkunn þína og staðfesta upplýsingar um þig ef það er skilyrði fyrir því að gera samning við þig;

  • Lögfræðingar, endurskoðendur, fjármálaráðgjafar og aðrir utanaðkomandi þjónustuaðilar í tengslum við þjónustu sína við Radisson. 

f. Við kunnum einnig að birta þriðja aðila persónuupplýsingar þínar

Ef þriðji aðili yfirtekur Radisson eða hluta af eignum þess verða þær persónuupplýsingar sem við geymum í tengslum við þessar eignir hluti af yfirtökunni. Í slíkum tilvikum mun kaupandi vera nýr ábyrgðaraðili og vinna úr persónuupplýsingum þínum og persónuverndarstefna hans mun gilda um úrvinnslu persónuupplýsinga þinna.

Við kunnum einnig að deila persónuupplýsingum þínum með samstarfsaðilum okkar í vildarþjónustu Radisson Rewards þegar þú velur að innleysa punkta þína hjá einhverjum þeirra.

Að lokum kunnum við að veita persónuupplýsingar þínar öllum viðeigandi yfirvöldum, stofnunum eða stjórnsýsluaðilum, sem og öðrum aðilum sem Radisson er skylt eða heimilt að gera slíkt samkvæmt lögum, reglum eða reglugerðum, vegna málareksturs eða málsókna, eða hverjum þeim einstaklingi sem heyrir undir þar til bæran dómstól eða sambærilegt lagaferli.

Flutningur persónuupplýsinganna þinna

Þú skilur og samþykkir að við kunnum að flytja persónuupplýsingar til annarra lögsagnarumdæma eins og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu. Einkum munum við flytja persónuupplýsingar þínar til hótela sem þú hefur bókað hjá og gætu verið staðsett í lögsagnarumdæmum sem veita hugsanlega ekki sömu gagnavernd og lögsagnarumdæmið þar sem persónuupplýsingum þínum var upphaflega safnað. Við kunnum einnig að flytja gögnin þín til Bandaríkjanna vegna þess að helstu netþjónar okkar eru staðsettir þar. 
 
Þegar við flytjum persónuupplýsingar þínar til annarra landa eða lögsagnarumdæma verndum við þær upplýsingar eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu og í samræmi við gildandi lög. Þar sem gildandi lög krefjast þess munum við setja bindandi samningsbundnar skyldur við viðtakanda gagnanna til að vernda réttindi gagnaverndar þinnar. Enn fremur munum við tilkynna lögbæru eftirlitsyfirvaldi um allan gagnaflutning og/eða aðferðir við gagnaflutning þar sem þess er krafist samkvæmt gildandi lögum.
 
Fyrir flutnings frá Evrópska efnahagssvæðinu („EES“) til Bandaríkjanna og annarra lögsagnarumdæma utan EES, innleiðum við föst samningsákvæði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt, sem og aðrar viðeigandi lausnir til að taka á flutningi yfir landamæri eins og krafist er eða heimilað er í 46. og 49. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Hafðu samband við okkur í gegnum persónuverndarmiðstöðina ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þær öryggisráðstafanir sem við beitum til að vernda persónugögn þín þegar við flytjum þau (þar á meðal hvernig hægt er að fá afrit af eða skoða þær öryggisráðstafanir).

Hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar

Við verndum persónuupplýsingar þínar og grípum til eðlilegra öryggisráðstafana, þar á meðal efnislegra (t.d. örugga skjalaskápa), tæknilegra og skipulagslegra sem eru viðeigandi fyrir verndun persónuupplýsinga þinna gegn óleyfilegri eða ólöglegri vinnslu og gegn tapi, eyðileggingu eða tjóni af gáleysi.
 
Einkum rekum við gagnanet og -kerfi sem varin eru með viðurkenndum öryggisráðstöfunum og notum öruggar samskiptareglur á óvörðum netkerfum til að vernda sendingu persónuupplýsinga þinna. Eingöngu einstaklingar með heimild fá aðgang að þessum upplýsingum, í lögmætum viðskiptatilgangi.
 
Auk þess takmarkast aðgangur að persónuupplýsingum þínum við starfsfólk og þjónustuveitendur þar sem nauðsynlegt er. 
 
Þar sem internetið er opinn vettvangur samskipta og ýmsir aðrir áhættuþættir geta verið til staðar getum við ekki tryggt að upplýsingar sem fluttar eru eða geymdar í kerfum okkar séu ávallt varðar gegn árásum annarra aðila, þrátt fyrir að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda kerfi okkar, vefsvæði, aðgerðir og upplýsingar gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum eða birtingu.
 
Hafðu samband við okkur í gegnum persónuverndarmiðstöðina ef þú ert með spurningar um hvernig við verndum persónugögn þín.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingarnar þínar?

Við varðveitum persónuupplýsingarnar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til að ná þeim tilgangi sem lýst er í „Listi yfir vinnslu persónuupplýsinga“.

Þetta þýðir til dæmis að við geymum ekki persónuupplýsingar þínar þegar (samnings-) sambandi okkar við þig lýkur nema frekari geymsla sé heimil eða nauðsynleg samkvæmt gildandi lögum. 

Við förum eftir nokkrum atriðum þegar við ákveðum varðveislutíma persónuupplýsinga þinna, þar á meðal:

  • Í hvaða tilgangi við geymum persónuupplýsingar þínar;

  • Skyldum okkar samkvæmt lögum og reglum í tengslum við þær persónuupplýsingar, til dæmis skyldur varðandi reikningsskil;

  • Hvort tengsl okkar við þig eru virk, til dæmis hvort þú sért með virkan aðgang, haldir áfram að fá markaðssetningarefni frá okkur eða skoðir vefsvæði okkar og öpp reglulega;

  • Öllum sérstökum beiðnum frá þér í tengslum við eyðingu á persónuupplýsingunum þínum; og

  • Lögmætum hagsmunum hvað varðar eigin réttindi, til dæmis að verjast gegn kröfum.

Þegar við þurfum ekki lengur að nota persónuupplýsingarnar þínar eru þær fjarlægðar úr kerfum okkar og skrám eða þær gerðar ópersónugreinanlegar.

Hvaða réttindi hefur þú hvað varðar persónuupplýsingarnar þínar?

Almenn persónuverndarreglugerð ESB veitir þér sérstök réttindi, sem tilgreind eru hér að neðan, og sem þú getur að meginreglu nýtt þér án endurgjalds, með fyrirvara um lagalegar undantekningar. Þessi réttindi geta verið takmörkuð, t.d. ef það að verða við beiðni myndi fela í sér birtingu á persónuupplýsingum annarrar manneskju eða ef þú biður okkur að eyða upplýsingum sem við þurfum samkvæmt lögum að geyma eða höfum lögmæta hagsmuni af að geyma. 

Þegar við vinnum úr persónuupplýsingum þínum hefur þú eftirfarandi réttindi:

  • Upplýsingar. Þú hefur rétt á að fá skýrar, gagnsæjar og auðskiljanlegar upplýsingar um hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar, sem og réttindi þín. Þess vegna veitum við þér upplýsingarnar í þessari persónuverndaryfirlýsingu;

  • Leiðrétting. Þú hefur rétt á að fara fram á að öllum ófullnægjandi eða ónákvæmum persónuupplýsingum sem við vinnum úr um þig sé breytt;

  • Eyðing. Þú hefur rétt til að fara fram á að við eyðum persónuupplýsingum sem við vinnum um þig, með fyrirvara um tilteknar undantekningar, til dæmis þar sem við þurfum að geyma persónuupplýsingar þínar til að uppfylla lagaskyldu;

  • Afturköllun samþykkis. Alltaf þegar við reiðum okkur á samþykki þitt getur þú afturkallað það samþykki hvenær sem þú kýst og að eigin frumkvæði með því að skrá þig inn á aðgang þinn á vefsvæði okkar (ef þú ert með aðgang), í viðskiptasamskiptum beint með því að smella á tengilinn til að segja upp áskrift í tölvupóstinum eða með því að hafa heimsækja persónuverndarmiðstöð okkar hér: https://www.radissonhotels.com/en-us/privacy. Afturköllun samþykkis þíns hefur ekki áhrif á lögmæti söfnunar og vinnslu gagna á grundvelli samþykkis þíns fram að því augnabliki þegar þú dregur samþykki þitt til baka. Vinsamlegast hafðu í huga að við gætum haft aðrar lagalegar ástæður fyrir því að vinna úr gögnum þínum í öðrum tilgangi, svo sem þeim sem settar eru fram í þessari persónuverndarstefnu;

  • Aðgangur. Með fyrirvara um tilteknar undantekningar hefur þú rétt á að fá aðgang að og óska eftir afriti af persónuupplýsingunum sem við vinnum úr um þig, sem við munum veita þér á rafrænu formi og/eða skriflega, eða munnlega þar sem gildandi lög leyfa. Við kunnum að innheimta sanngjarnt gjald fyrir þessa aðgangsbeiðni þar sem það er heimilt samkvæmt gildandi lögum; 

  • Takmörkun. Við ákveðnar aðstæður kann að vera að þú hafir rétt til að fara fram á að við takmörkum úrvinnslu persónuupplýsinga þinna; 

  • Flutningur. Þú hefur rétt til að fara fram á að við sendum persónuupplýsingar sem við geymum um þig til þín eða annars ábyrgðaraðila gagna með sérstökum skilyrðum;

  • Andmæli. Undir ákveðnum kringumstæðum sem lýst er í persónuverndarlögum, sérstaklega þegar við vinnum persónuupplýsingar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar, getur þú mótmælt vinnslu persónuupplýsinga þinna, þar á meðal þegar persónuupplýsingar þínar eru unnar í tilgangi beinnar markaðssetningar. 

Þú getur nýtt þér ofangreind réttindi, þar sem við á, með því að heimsækja persónuverndarmiðstöð okkar hér: https://www.radissonhotels.com/en-us/privacy. Við munum svara sérhverri beiðni þinni um að nýta ofangreind réttindi skráðra einstaklinga innan tímabilsins sem tilgreint er í viðeigandi lögum. Við kunnum að fara fram á að þú sannir deili á þér áður en við veitum umbeðnar upplýsingar. Þetta er til að tryggja að aðeins þú getir fengið persónuupplýsingar þínar. Hugsanlega getum við ekki meðhöndlað beiðni þína á réttan hátt ef þú ákveður að veita okkur ekki þær persónuupplýsingar sem við þurfum til að meðhöndla beiðni þína. Ef þú hefur búsetu á Evrópska efnahagssvæðinu og hefur athugasemdir varðandi það hvernig við meðhöndlum beiðni þína eða brota á viðeigandi gagnaverndarlögum getur þú lagt fram kvörtun eða kröfu til lögbærs eftirlitsyfirvalds (til dæmis til eftirlitsyfirvalda í heimalandi þínu eða á þeim markaði þar sem þú býrð). 

Markaðsvalkostir þínir

Þú getur stjórnað því hvort þú fáir beint markaðsefni frá okkur (t.d. sem við kunnum að senda með rafrænum hætti, svo sem með auglýsingapósti). Á tilteknum mörkuðum þarftu að veita samþykki áður en þú færð markaðsefni. Til dæmis kunnum við að biðja þig um að haka við reit sem gefur til kynna að þú samþykkir að fá „fréttir með tölvupósti og viðskiptatilboðum“. Þú getur valið að fá ekki slík samskipti hvenær sem er og hvar sem er. Ef þú vilt ekki lengur fá markaðsefni eða vera áfram á póstlista sem þú hefur áður gerst áskrifandi að skaltu smella á afskráningartengil í viðkomandi samskiptum.

Þínar skyldur

Við væntum þess að þú veitir okkur eingöngu persónuupplýsingar sem snúa að þér. Ef þú veitir okkur einnig persónuupplýsingar um aðra einstaklinga skaltu gæta þess að þú uppfyllir allar lagaskyldur sem kunna að gilda um afhendingu þína á upplýsingunum til okkar og heimila okkur, ef nauðsyn krefur, að nota, vinna úr og flytja þær upplýsingar. Með fyrirvara um gildandi lög á staðnum staðfestir þú sérstaklega, ef þú notar kreditkort sem er ekki gefið út á þig, að korthafi hafi samþykkt notkun kreditkortsins í tengslum við kaupin og samþykkt að Radisson sé heimilt að safna, nota og birta persónuupplýsingar í þeim tilgangi að vinna úr bókuninni. 

Við væntum þess líka að persónuupplýsingarnar sem þú veitir okkur séu réttar og að þú munir upplýsa okkur tafarlaust um það ef uppfæra þarf persónuupplýsingar þínar.

Börn

Við söfnum ekki vísvitandi eða óskum eftir persónuupplýsingum frá neinum yngri en 18 ára (eða undir lögaldri í tilteknum löndum) eða leyfum slíkum aðilum vísvitandi að bóka herbergi á einu af hótelum okkar. Ef við komumst að því að við höfum safnað persónuupplýsingum frá börnum yngri en 18 ára án þess að hafa fengið fyrir því leyfi forráðamanna munum við gera ráðstafanir til að eyða þeim upplýsingum. 

Ef þú telur að við séum með eða kunnum að vera með upplýsingar frá eða um barn undir 18 ára aldri skaltu hafa samband við okkur í gegnum persónuverndarmiðstöðina hvenær sem er.

Breytingar á persónuverndaryfirlýsingunni

Við kunnum að uppfæra þessa persónuverndarstefnu af og til. Við munum láta þig vita af öllum mikilvægum breytingum með því að birta þær breytingar hér eða með því að láta þig vita í gegnum aðrar viðeigandi samskiptaleiðir sem við notum almennt með þér. Allar breytingar á þessari persónuverndaryfirlýsingu munu taka gildi um leið og þær hafa verið birtar á þessu vefsvæði, nema annað sé tekið fram.

Persónuverndaryfirlýsingin var síðast endurskoðuð 20. september 2024.

VIÐAUKI 1 – LISTI YFIR AÐILA RADISSON SEM BERA ÁBYRGÐ Á VINNSLU PERSÓNUUPPLÝSINGA UM ÞIG

Radisson Hospitality Belgium SRL er Radisson eining sem starfar sem ábyrgðaraðili allra bókunarupplýsinga og gestagagna og ber ábyrgð á miðlægu bókunarkerfi Radisson og hefur umsjón með markaðsstarfi Radisson. Það heldur einnig utan um alþjóðlegan gagnagrunn yfir gesti sem gista eða hafa gist á hótelum undir merkjum Radisson. Radisson Hospitality Belgium SRL er fyrirtæki samkvæmt belgískum lögum, skráð í Belgian Crossroads Bank for Enterprises með fyrirtækjanúmerið 0442.832.318, með skráðar höfuðstöðvar á Avenue du Bourget 44, B-1130 Brussels, símanúmer: +32 2 702 9200, tölvupóstur: DataProtection@radissonhotels.com.

Radisson Loyalty Management SRL er Radisson eining sem starfar sem ábyrgðaraðili gagna fyrir öll aðildargögn og ber ábyrgð á umsjón með Radisson Rewards vildarþjónustunni og tengdri starfsemi. Radisson Loyalty Management SRL er fyrirtæki samkvæmt belgískum lögum, skráð í Belgian Crossroads Bank for Enterprises með fyrirtækjanúmerið 0766.994.341, með skráðar höfuðstöðvar á Avenue du Bourget 44, B-1130 Brussels, símanúmer: +32 2 702 9200, tölvupóstur: DataProtection@radissonhotels.com.

Eignir í rekstri annarra eða umsjón Radisson. Þegar þú gistir á einu af hótelum okkar undir vörumerki Radisson gæti það hótel einnig unnið persónuupplýsingar þínar. Leigð hótel eru rekin af lögaðila sem tengist Radisson Hospitality Belgium SRL og Radisson Hotel Group. Þú getur fengið nákvæmt heiti og samskiptaupplýsingar aðila á vegum Radisson sem reka hótel í eigu annarra með því að hafa samband við DataProtection@radissonhotels.com. Athugaðu að þó að hótel sem eru í umsjón Radisson séu í rekstri aðila á vegum Radisson, eru þau ekki í eigu Radisson. Sérleyfishótel eru í eigu og rekin af aðilum sem eru aðskildir frá Radisson.

VIÐAUKI 2 - LISTI YFIR VINNSLU PERSÓNUUPPLÝSINGA

VIÐAUKI 3 - VIÐBÓTARÁKVÆÐI UM PERSÓNUVERND SEM GILDA UM VINNSLU Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM ÍBÚA Í TILTEKNUM LÖNDUM

3,1. Kína

3,2. Suður-Afríka