• Heim
  • Neytandaviðvörun

Viðvaranir fyrir neytendur

Öryggisviðvaranir fyrir neytendur

Við hjá Radisson Hotel Group tökum öryggi gesta okkar mjög alvarlega. Eins og þér er e.t.v. kunnugt um hafa Onity Brand Locks-lásar verið í fjölmiðlum vegna umfjöllunarinnar um öryggi þeirra. Til að auka öryggið hafa stjórnendur Radisson Hotel Group ákveðið að senda leiðbeiningar beint frá framleiðanda um hvernig á að bæta öryggi lássins til allra sérleyfishafa hótelsins sem nota Onity Brand Locks-lása. Fyrir frekari upplýsingar um þetta mál skaltu endilega heimsækja vefsvæði Onity.

Viðvaranir um svindl fyrir neytendur

Lottó- eða happaútdráttssvindl

Radisson Hotel Group er meðvitað um hóp einstaklinga í Kína sem eru ekki tengdir hótelmerkjum Radisson Hotel Group og segjast vera lögmætir starfsmenn Radisson Hotel Group eða lauslega tengdir Radisson Hotel Group á formlegan eða óformlegan hátt - þessir einstaklingar hafa reynt að hafa samband við neytendur með misvísandi upplýsingar og staðhæfingar um að þeir hafi unnið skáldaðar keppnir eða happaútdrætti, getraunavinninga eða annað slíkt til að reyna að fá ómeðvitaða einstaklinga til að láta þeim í té bankaupplýsingar og/eða viðkvæmar persónuupplýsingar sem skilyrði fyrir að fá þessa skálduðu vinninga (sem reiðufé eða inneignarbréf) sem eru ekki hluti af kynningartilboðum Radisson Hotel Group til neytenda. Radisson Hotel Group starfar ekki að nokkru leyti á þennan hátt og hvetur viðskiptavini til að hafa samband við okkur beint með upplýsingar um slíkt.

Gefðu-mér-frí svindl

Radisson Hotel Group er meðvitað um fjölda óumbeðinna símhringinga sem hafa verið gerðar til viðskiptavina þar sem einstaklingurinn segist starfa eða vera tengdur einhverjum af merkjum Radisson Hotel Group og býður upp á gistingu (á einhverju Radisson-hóteli á heimsvísu) til ómeðvitaðra einstaklinga ef þeir samþykkja að borga innborgun í gegnum símann með kreditkorti. Radisson Hotel Group og tengd merki hafa enga tengingu við slík tilboð, né höfum við fjármagnað slíkar kynningar eða tilboð fyrir merki okkar á annan hátt.

Starfssvindl

Fjöldi óumbeðinna sviksamlegra tölvupósta þar sem vinna er boðin á Radisson Hotel Group-hótelmerkjunum hefur verið í umferð, oftast hjá Radisson eða Park Inn-hótelmerkinu í Nígeríu, Benín, Indlandi og Bretlandi. Þessir tölvupóstar eru oftast stílaðir til atvinnuleitenda sem hafa birt upplýsingar um sig á vefsvæðum á netinu en oft er hægt að koma auga á þá þar sem þeir innihalda stafsetningarvillur, slæma málfræði og óhefðbundið heimilisfang fyrir endursendingu innan bréfsins. Þessir tölvupóstar innihalda skjöl sem virðist vera formleg og segjast bjóða upp á starf fyrir atvinnuleitendur án þess að þeir þurfi að fara í gegnum langt ferli með atvinnuviðtölum. Gerendurnir biðja síðan um viðkvæmar persónuupplýsingar (þ.m.t. vegabréfsupplýsingar, kennitölur og aðrar persónuupplýsingar) og/eða biðja um borgun á gjöldum til þriðju aðila - oft fyrir atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. Þetta er ekki ráðningarferli hjá Radisson Hotel Group eða tengdum aðilum og þetta eru ekki lögmæt skilaboð frá samtökum okkar og þeim ætti að eyða, tilkynna eða hunsa.

Almenn meðmæli okkar

Í sambandi við neytendavörutilboð sem eru tengd Radisson Hotel Group hvetjum við fólk til að gefa ekki upp viðkvæmar persónuupplýsingar eða senda greiðslur til þriðju aðila til að svara slíkum tilboðum. Til að staðfesta gildi grunsamlegrar tilkynningar eða tilboðs í sambandi við Radisson Hotel Group eða samstarfsaðila okkar skaltu vinsamlegast hafa samband við Þjónustu okkar við viðskiptavini umsvifalaust.