• Heim
  • Smygildisstefna

Yfirlýsing um vafrakökur og tengda tækni

1. Inngangur

Radisson Hospitality Belgium BV/SRL, dótturfélög þess og hlutdeildarfélög (“Radisson”) nota vafrakökur og tengda tækni (eins og vefvita, myndmerki og Flash viðföng) („vafrakökur“) á þessu vefsetri. Þannig getum við með tímanum safnað upplýsingum um notendur á mismunandi vefsetrum, í fartækjabúnaði og með annarri þjónustu. Við heimilum þriðju aðilum einnig að safna upplýsingum með þessum hætti.

Þetta vefsetur er með tengla á vefsetur þriðju aðila, íbætur og forrit. Þegar smellt er á þá hlekki eða þær tengingar leyfðar kann það að heimila þriðja aðila að safna eða deila upplýsingum um þig. Í tilfellum þar sem þú hefur valið vafrakökur hegðunar, virkni, auglýsinga-/markkökur og/eða vafrakökur samfélagsmiðla, getur verið að vefsetur þriðju aðila geti fylgst með vafri þínu þegar þú ferð af þessu vefsetri. Þú getur valið að hafna þessum vafrakökum hvenær sem er í Miðstöð stillinga vafrakaka í síðufæti allra síðna vefsetursins. Við ráðum ekki yfir vefsetrum þriðju aðila og berum ekki ábyrgð á persónuverndarstefnu þeirra. Þegar þú ferð af vefsetri okkar hvetjum við þig að lesa tilkynninguna um persónuvernd á öllum vefsetrum sem þú opnar.

2. Hvað eru vafrakökur?

„Vafrakökur“ eru litlar skrár úr bók- og tölustöfum sem vistaðar eru á tæki notanda (tölvu, snjallsíma, spjaldtölvu farsíma o.s.frv.) á meðan vefsetur er notað. Tækið þitt geymir hana í tiltekinn tíma og sendir til vefþjónsins í hvert skipti sem þú tengist því aftur. Vafrakökur eru notaðar með ýmsum hætti: til að geyma kenni þitt sem viðskiptavinur á viðskiptasíðum, eða núverandi stöðu þína og upplýsingar um pöntun, til að fylgjast með vefvafri þínu til að nota við tölfræðivinnslu eða auglýsingar o.s.frv. Vafrakökur eru mismunandi hvað varðar tilgang og lengd. Til dæmis kunna vafrakökur að vera nauðsynlegar til að vefsetur starfi eins og þarf, eða til að tryggja virkni og viðbrögð, en aðrar kökur veita okkur upplýsingar um vafrasögu þína eða hve lengi þú dvaldist á tiltekinni síðu. Þar að auki eru sumar fyrstu aðila vafrakökur (sem Radisson kemur fyrir) eða þriðja aðila (sem önnur fyrirtæki koma fyrir). Frekari upplýsingar um vafrakökur er að finna á slóðinni www.allaboutcookies.org.

3. Hvers konar vafrakökur notum við og hvað endast þær lengi?

Eftirfarandi kafli lýsir nákvæmlega þeim flokkum vafrakaka sem við notum á vefsetri okkar og af hverju við notum þær. Almennt er hægt að flokka vafrakökur: 

Eftir tilgangi þeirra:

 • Nauðsynlegar vafrakökur: Nauðsynlegar kökur þarf til að grunneiginleikar vefseturs virki. Þær eru stilltar til að veita þjónustu sem þú hefur beðið um, eins og að skrá þig inn á notandasnið þitt, bóka eða geyma kjörstillingar sem þú stillir í notandasniði þínu. Nauðsynlegum vafrakökum er einnig beitt af öryggisástæðum, svo sem til að koma í veg fyrir sviksamlega notkun innskráningarskilríkja þinna og til að vernda netþjóna okkar og gögnin þín fyrir notendum sem ekki eiga að hafa aðgang. Þær eru ávallt virkar á vefsetrinu.

• Frammistöðukökur Þessar vafrakökur gera okkur kleift að safna upplýsingum til að bæta vefsvæðið okkar og bera kennsl á vandamál sem þú gætir hafa lent í þegar þú heimsóttir okkur. Við notum einnig þessar vafrakökur fyrir tölfræði- og greiningarupplýsingar, til dæmis til að sjá hversu margir hafa heimsótt vefsvæðið okkar eða til að bera kennsl á vinsælustu síðurnar og efnið. Þær eru aðeins notaðar ef þú samþykkir þær í Miðstöð stillinga vafrakaka.

• Hagnýtar vafrakökur: Þessar vafrakökur gera vefsvæðinu kleift að bjóða upp á auknar aðgerðir og sérstillingar, svo sem að geyma staðsetningu þína, valið tungumál eða aðrar stillingar til að veita persónulega notandaupplifun. Þær eru aðeins notaðar ef þú samþykkir þær í Miðstöð stillinga vafrakaka.

• Vafrakökur fyrir auglýsingar/markmiðun: Þessar vafrakökur gera okkur kleift að skilja betur notkunarvenjur þínar, samskipti og óskir. Við og/eða samstarfsaðilar okkar geta stillt þær til að búa til notandasnið um áhugamál þín og bjóða þér viðeigandi auglýsingar sem við teljum að eigi við þig. Þær eru aðeins notaðar ef þú samþykkir þær í Miðstöð stillinga vafrakaka. M.a. eru notaðar greiningarkökur frá Google Analytics. Google Analytics notar sínar eigin vafrakökur. Þessar vafrakökur safna ekki gögnum sem geta auðkennt gesti. Allar upplýsingar sem þessar vafrakökur safna eru uppsafnaðar og þar af leiðandi nafnlausar. Þær eru aðeins notaðar til að bæta virkni síðunnar. Nánari upplýsingar um greiningarkökur Google Analytics er að finna hér: https://business.safety.google/privacy/

• Samfélagsmiðlakökur: Þessar vafrakökur eru stilltar af fjölda samfélagsmiðla til að gera þér kleift að deila efni okkar með tengslanetinu þínu, sjá myndbönd á samfélagsmiðlum sem eru felld inn á vefsvæðið okkar og njóta persónulegri vafraupplifunar á samfélagsmiðlum með því að gera netum þeirra kleift að búa til notandasnið fyrir áhugamál þín. Þær eru aðeins notaðar ef þú samþykkir þær í Miðstöð stillinga vafrakaka. 

Af þeim sem stilla þær:

• Vafrakökur fyrsta aðila: Líta má á þessar sem eigin kökur Radisson og það er vefsetrið sem þú heimsækir sem vistar þær beint á tækinu þínu. Kökur fyrsta aðila gera ýmislegt, eins og að bera kennsl á þig þegar þú snýrð aftur á vefsetrið okkar og gera þér þannig kleift að skrá þig inn á notandareikninga þína með þínum skilríkjunum, eða að muna stöðu og upplýsingar pöntunar þinnar.

• Vafrakökur þriðja aðila: Það eru aðrir en Radisson sem búa þær til og þá einkum til að rekja og auglýsa. Til dæmis geta slíkar vafrakökur orðið til þess að þú færð persónulegar auglýsingar sem falla að áhugamálum þínum.

Eftir því hve lengi þær eru virkar:

• Vafrakökur fyrir lotu: Lotukökur endast aðeins frá því þú ferð inn á vefsetur þar til þú fer út af því eða lokar vafranum. Í lotukökum eru upplýsingar sem geymdar eru á tímabundnu minnissvæði og eytt þegar lotunni lýkur. Ólíkt öðrum vafrakökum eru lotukökur aldrei vistaðar á þínu tæki. Til dæmis man lotukakan val þitt á hóteli á milli síðna þar til bókuninni er lokið.

• Varanlegar vafrakökur: Varanlegum vafrakökum er ekki eytt þegar lotunni lýkur og þær verða eftir á tækinu þínu þann tíma sem kökugjafinn kýs. Þær auðvelda yfirleitt að muna upplýsingar, stillingar eða innskráningarskilríki sem þú vistaðir áður.

4. Hvaða vafrakökur eru notaðar á þessu vefsetri?

Listi þeirra vafrakaka sem notaðar eru á þessu vefsetri er hjá Miðstöð persónustillinga vafrakaka.
Nauðsynlegar vafrakökur verða ávallt virkar á tækinu þínu, en við biðjum um samþykki þitt fyrir því að koma fyrir vafrakökum fyrir hegðun, virkni, auglýsingar/markmiðun og vafrakökum samfélagsmiðla, sem og annarri álíka tækni á tækinu þínu. Viljir þú einhvern tímann breyta stillingum fyrir vafrakökur, einnig að draga til baka samþykki þitt fyrir þessari úrvinnslu, hvetjum við þig til að gera það með tenglunum hér fyrir neðan. Þú gætir þurft að endurglæða síðuna áður en breytingarnar taka gildi.

6. Hvernig eru vafrakökur hindraðar?

Á vefsetrinu okkar

Þú getur valið hvort vefsetrið okkar notar vafrakökur. Til að senda inn val þitt á vafrakökum smellirðu á hlekkinn fyrir vafrakökustillingar í síðufætinum hér fyrir neðan. Gættu að því að vefsetrið okkar er gert til að virka með vafrakökum og ef þínar vafrakökur eru ekki virkar getur verið að stór hluti vefseturs okkar virki ekki rétt eða að þú getir ekki notað það að öllu leyti.

Í vafranum þínum

Þú getur stillt í vafranum hvort hann samþykkir allar vafrakökur, hafni þeim öllum eða láti þig vita þegar vafrakaka er send. Vafrar eru ólíkir að þessu leyti og því þarf að skoða skýringavalmynd vafrans til að sjá hvernig stillingum fyrir vafrakökur skuli háttað. Til dæmis í Google Chrome vafranum er hægt að nota valkostinn Valkostir (Tools) til að velja Hreinsa vafragögn (Clear Browsing Data) til að eyða vafrakökum og gögnum annarra setra og íbóta.

Vafrakökur fyrir auglýsingar

Ef þú vilt síður fá sérsniðnar auglýsingar sem miðast við vafra- eða tækisnotkun þína, er yfirleitt hægt að velja að fá ekki lengur sérsniðnar auglýsingar. Gættu að því að þú munt sjá auglýsingar áfram en þær verða ekki sérsniðnar að áhugamálum þínum. 

Til að velja að hætta að fá áhugamiðaðar auglýsingar frá fyrirtækjum sem eiga þátt að því að bjóða neytendum kost á að velja, skal fara á slóðina:

• Digital Advertising Alliance (DAA)’s lýtur eigin eftirliti og vefsíða þess til að hætta við (http://optout.aboutads.info) og farsímaappið „AppChoices“ niðurhalssíðan (https://youradchoices.com/appchoices)

• European Interactive Digital Advertising Alliance (EDAA)'s síðan sem gerir neytendum kleift að hætta við þátttöku (http://youronlinechoices.eu

• Network Advertising Initiative (NAI) lýtur eigin eftirliti og vefsíða þeirra til að hætta við þátttöku (http://optout.networkadvertising.org).

Á vettvangi farbúnaðar bjóða flest stýrikerfi farbúnaðar uppá að hafna þátttöku og er það val sent til fyrirtækja sem veita auglýsingar á grunni áhuga. Til að velja að taka ekki þátt í í kenni fartækis (eins og Apple IDFA eða Android GAID), er farið á leiðbeiningasíður sem framleiðandi velur eða lesa meira um að senda merki til að takmarka auglýsingarakningu fyrir stýrikerfið þitt hér: http://www.networkadvertising.org/mobile-choices

Athugaðu að þær stillingar verður að gera á hverju tæki (þar með talið sérhverjum vefvafra á hverju tæki) þar sem þú vilt ekki taka þátt, og ef þú hreinsar burt vafrakökurnar eða notar annan vafra eða tæki þarftu að endurnýja stillinguna um að taka ekki þátt.

7. Frekar upplýsingar

Það skiptir okkur gríðarlegu máli að vernda persónuleg gögn um þig. Skoðaðu tilkynningu okkar um persónuvernd (https://www.radissonhotels.com/en-us/privacy) þar sem útskýrt er hvernig við söfnum, notum og deilum persónulegum upplýsingum um þig, sem og rétt þinn til að óska eftir, fá aðgang að, leiðrétta, þurrka út, takmarka eða mótmæla því hvernig við vinnum með persónulegar upplýsingar um þig, réttinn til flytjanleika gagna sem og þess ferlis sem notað er til að beita réttinum.

8. Breytingar á tilkynningunni

Þessari tilkynningu kann að vera breytt. 

Síðasta uppfært: Október 2023