Skilmálar og skilyrði um notkun á vefsvæði
SÍÐAST UPPFÆRT Í APRÍL 2022
VINSAMLEGAST LESTU ÞESSA SKILMÁLA OG SKILYRÐI UM NOTKUN Á VEFSVÆÐI VANDLEGA ÁÐUR EN ÞJÓNUSTAN ÞAR SEM ÞAU ERU BIRT ER NOTUÐ. Með því að nota vefsvæðið, farsímaforritið eða verkvanginn þar sem skilmálar og skilyrði um notkun á vefsvæðinu („skilmálar og skilyrði“) birtast („vefsvæðið“) gefur þú til kynna samþykki þitt á þeim og Radisson Hospitality, Inc. persónuverndarstefnunni („persónuverndarstefna“). Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála og skilyrði í heild sem og persónuverndarstefnuna skaltu ekki nota vefsvæðið.
Vefsæðið er í eigu og umsjón Radisson Hospitality, Belgium SRL/BV með skráð heimilisfang að Avenue du Bouget 44, 1130 Brussel, Belgíu (S.: +32 2 702 9200) („Radisson Hospitality“).
Radisson Hospitality getur breytt þessum skilmálum og skilyrðum hvenær sem er. Eftirfarandi skilmálum og skilyrðum skal þá sjálfkrafa skipt út fyrir nýrri útgáfuna sem mun umsvifalaust vera framfylgjanleg gegn þér og skal gilda fyrir notkun þína af vefsvæðinu, og mun taka fram dagsetningu seinustu uppfærslu eins og kemur fram efst í þessum skilmálum og skilyrðum. Til að vera upplýst um mögulegar breytingar og uppfærslur, er mælt með að notendur skoði þessa skilmála og skilyrði reglulega.
Áframhaldandi notkun þín á vefsvæðinu þýðir að þú samþykkir þessar breytingar og að þú farir eftir gildandi lögum og reglugerðum. Efni á vefsvæðinu er verndað með lögum, þar með talið en ekki takmarkað við, höfundarréttarlögum í Evrópu sem og alþjóðlegum samningum. Aukalegir skilmálar og skilyrði gilda um bókanir á hótelum.
Notkun á vefsvæði
Þú mátt aðeins nota þetta vefsvæði ef þú hefur náð 18 ára aldri og getur gert bindandi samninga (svæðið er ekki ætlað ólögráða einstaklingum) Með því að nota vefsvæðið staðfestir þú að þú hafir náð 18 ára aldri. Allar upplýsingar og efni á vefsvæðinu er aðeins ætlaðar til fræðslu. Sumar af upplýsingunum og efninu á vefsvæðinu geta verið sett fram af sérleyfishöfum sem hafa stjórn á stefnu og ferlum sem eru í gildi á hótelum þeirra.
Takmörkun á notkun
Efni vefsvæðisins, t.d. textar, myndefni, ljósmyndir, teikningar, vörumerki, vöruheiti, o.s.frv. sem koma frá leyfisveitendum Radisson Hospitality og annað efni („efni“) er höfundarréttarvarið bæði af lögum Evrópusambandsins og erlendum lögum. Radisson Hospitality hefur eignarrétt yfir efninu. Öll notkun á efninu sem er ekki sérstaklega heimiluð í þessum skilmálum og skilyrðum er brot á þessum skilmálum og skilyrðum og getur verið brot gegn, höfundarrétti og öðrum lögum. Nema að því leyti sem kemur fram hér, má ekki afrita neitt af efninu, dreifa, endurútgefa, hlaða niður, sýna, birta eða flytja á einhvern hátt nema með fyrirfram fengnu skriflegu leyfi frá Radisson Hospitality og leyfisveitendum þess. Radission Hospitality heimilar þér að skoða og hlaða niður einu afriti af efninu en aðeins fyrir löglega, persónulega, eigin notkun sem er ekki í viðskiptaskyni með því skilyrði að þú hafir eftirfarandi höfundarréttar tilkynningu með: „©2021 Radisson Hospitality Belgium SRL/BV. Öll réttindi áskilin“ og viðhaldir höfundarréttar og eignaréttar tilkynningum sem koma fram í efninu. Aðrar sérstakar reglur um notkun á efni sem kemur fram á vefsvæðinu geta verið til staðar á svæðinu sjálfu og skulu teljast hluti af þessum skilmálum og skilyrðum með vísun í þau. Notkun á efninu á öðru vefsvæði eða á tölvum sem eru tengdar við netkerfi er óheimil. Öll réttindi sem eru ekki sérstaklega veitt samkvæmt þessum skilmálum eru áskilin Radisson Hospitality og leyfisveitendum þess. Ef þú brýtur gegn þessum skilmálum og skilyrðum er leyfi þitt til að nota efnið sjálfkrafa afturkallað og þú verður umsvifalaust að eyða afritum sem þú hefur gert af einhverjum hluta efnisins.
Þú mátt ekki án skriflegs leyfis Radisson Hospitality „spegla“ efni vefsvæðisins á annan netþjón. Þú mátt ekki nota vefsvæðið í ólöglegum tilgangi eða í tilgangi sem er bannaður samkvæmt þessum skilmálum og skilyrðum. Þú mátt ekki nota vefsvæðið á neinn hátt sem gæti skemmt, óvirkjað, íþyngt um of, eða skaðað vefsvæðið eða truflað notkun og upplifun annars aðila af vefsvæðinu. Þú mátt ekki reyna að fá óheimilaðan aðgang að vefsvæðinu í gegnum hakk, lykilorðagröft eða á annan hátt. Radisson Hospitality áskilur sér rétt, að eigin ákvörðun, til að afturkalla aðgang þinn að vefsvæðinu eða hluta þess hvenær sem er, af hvaða ástæðu sem er, eða að ástæðulausu, án tilkynningar um það.
Framlagning hugmynda
Radisson Hospitality vill endilega heyra frá notendum og öllum er velkomið að senda inn athugasemdir varðandi svæðið og vörur og þjónustu. Hins vegar heimilar langvarandi fyrirtækjastefna okkur ekki að samþykkja eða taka til greina skapandi hugmyndir, ábendingar eða efni nema það sem við höfum sérstaklega beðið um. Hjá okkur starfar hópur hæfileikaríkra starfsmanna og ráðgjafa sem gætu verið að vinna að sömu eða svipuðum hugmyndum. Við vonum að þú skiljir að þessari stefnu er ætlað að fyrirbyggja misskilning í framtíðinni þegar verkefni sem eru þróuð af starfsmönnum okkar og/eða ráðgjöfum gætu virst í augun annarra vera svipuð og skapandi vinna þeirra sjálfra. Vinsamlegast sendu okkur ekki skapandi efni af einhverju tagi, sem við biðjum ekki um. Ef þú kemur fram að beiðni okkar með ákveðna framlagningu eða þrátt fyrir beiðni okkar sendir okkur skapandi ábendingar, hugmyndir, teikningar, upplýsingar o.s.frv. (saman „framlagningar“) skal Radisson sjálfkrafa öðlast gjaldfrjálst, viðvarandi, (eða þar sem viðvarandi leyfi er ekki gilt, leyfi í þann tíma sem höfundarréttarverndin er í gildi), óafturkallanlegt, alþjóðlegt almennt nytjaleyfi. Notkun á framlagningunum nær yfir afritun, gerð afleiddra verka, breytingar, þýðingar, dreifingar og sýningar á framlagningunni í hvaða miðli eða á hvaða sniði sem er, hvort sem það er til núna eða fundið upp í framtíðinni, en þetta er ekki tæmandi listi. Radisson Hospitality má meðhöndla framlagningar sem upplýsingar sem lúta ekki trúnaði og mun ekki vera skaðabótaskylt fyrir notkun eða birtingu á neinni framlagningu. Án þess að takmarka það sem áður hefur komið fram, skal Radisson Hospitality hafa rétt á ótakmarkaðri notkun á framlagningunni í hvaða tilgangi sem er, viðskiptalegum eða öðrum án greiðslu eða skuldbindinga gagnvart sendanda framlagningarinnar.
Samskipti notenda
Persónuupplýsingar sem þú sendir til Radisson Hospitality lúta persónuverndarstefnu okkar. Ef það er misræmi milli persónuverndarstefnu okkar og þessara skilmála skal persónuverndarstefnan ráða.
Nema að því leyti sem kemur fram í framlagningu hugmynda (að ofan) mun Radisson Hospitality ekki gera kröfu um eignarhald á texta, ljósmyndum, teikningum, hljóðupptökum, kvikmyndum eða öðru efni sem þú sendir til Radisson Hospitality í gegnum þær samskiptaleiðir sem við bjóðum upp á („samskipti“) Til útskýringar þá er munurinn á samskiptum og öðrum upplýsingum sem þú sendir til okkar það að þegar samskipti eru send verða þau um leið sýnileg öðrum. Dæmi um samskipti eru athugasemdir sem eru sendar inn á bloggsíður eða spjallherbergi sem við styðjum.
Þú samþykkir að þú munir ekki eiga samskipti sem eru að hluta eða öllu leyti niðrandi, hneykslisverð, móðgandi, mismunandi, ærumeiðandi, röng, ógnandi, dónaleg, ruddaleg, klámfengin, vanhelgandi, ofbeldisfull, áreitandi, ágeng á friðhelgi annarra, hatursfull, eru miðuð að kyni, kynþætti, lit, kynhneigð, þjóðernisuppruna, trúarskoðunum eða fötlun, í bága við staðbundin lög eða alþjóðalög, eða sem brjóta gegn rétti annars aðila. Þar að auki samþykkir þú að þú munir ekki: (a) eiga samskipti sem eru auglýsing eða boð um þjónustu, (b) trufla þær samræður sem eiga sér stað eða eiga samskipti sem tengjast ekki umræðuefninu sem verið er að ræða (nema ljóst sé að umræðurnar séu frjálsar), (c) birta keðjubréf eða pýramídakerfi, þykjast vera önnur manneskja eða blekkja einstakling á annan hátt, (d) dreifa tölvuvírusum eða öðrum skaðlegum tölvukóða, (e) safna upplýsingum um aðra, t.d. netföngum án samþykkis þeirra, (f) birta sömu upplýsingar oftar en einu sinni eða senda „amapóst“, eða (g) taka þátt í hegðun sem kemur í veg fyrir að annar einstaklingur njóti svæðisins eða sem að mati Radisson Hospitality útsetur okkur eða leyfisveitendur okkar, samstarfsfélaga eða viðskiptavini fyrir skaðabótaskyldu eða fyrir öðrum skaða.
Með því að eiga samskipti samþykkir þú að slík samskipti séu ekki trúnaðarupplýsingar og ekki eignarréttarvarin og að Radisson Hospitality megi nota þau og dreifa þeim. Ef þú átt samskipti veitir þú sjálfkrafa - eða ábyrgist að eigandi slíks efni hafi sérstaklega veitt - Radisson Hospitality gjaldfrjálst, viðvarandi, óafturkræft, alþjóðlegt og almennt nytjaleyfi til að nota, afrita, búa til afleidd verk frá, breyta, birta, þýða, dreifa, sýna o.s.frv. samskiptin á hvaða miðli sem er og á hvaða sniði sem er hvort sem þau eru til nú eða verða fundin upp síðar. Þrátt fyrir það sem hefur komið fram er Radisson Hospitality ekki skylt til að nota samskiptin.
Þú ein(n) berð ábyrgð á samskiptum þínum, afleiðingum samskiptanna og hvort þú reiðir þig á samskipti. Radisson Hospitality ber ekki ábyrgð á afleiðingum af neinum samskiptum. Radisson Hospitality ber ekki ábyrð á skimun eða eftirliti með samskiptum sem eru gerð af notendum þessa svæðis. Ef notandi gefur tilkynningu um samskipti sem virðast vera í andstöðu við þessa skilmála getur Radisson Hospitality rannsakað ásökunina og ákveðið í góðri trú eftir eigin ákvörðunarrétti hvort fjarlægja eigi slík samskipti. Radisson Hospitality mun ekki bera ábyrgð gagnvart notendum vegna athafna eða athafnaleysis í slíkum tilfellum.
Radisson Hospitality áskilur sér rétt til (en er ekki skuldbundið til) að: (a) vista samskipti á svæðinu, (b) rannsaka ásakanir um að samskipti séu ekki í samræmi við þessa skilmála og skilyrði og ákveða eftir eigin ákvörðunarrétti hvort fjarlægja eigi ákveðin samskipti, (c) fjarlægja samskipti sem eru ærumeiðandi, ólögleg, truflandi eða úrelt eða eru á einhvern hátt ekki í samræmi við þessa skilmála og skilyrði, (d) loka aðgangi notanda að svæðinu vegna brota á þessum skilmálum og skilyrðum eða á lögum, (e) fylgjast með, breyta og birta samskipti, eða (f) breyta eða eyða samskiptum sem eru birt á svæðinu burtséð frá því hvort slík samskipti brjóti gegn þessum skilmálum og skilyrðum.
Öll tilboð eða kynningar sem eru auglýst á svæðinu eru ógild þar sem þau eru bönnuð og um þau gilda opinberar reglur um slík tilboð og kynningar.
Skilmálar farsímaforrita
Eftirfarandi ákvæði gilda um notendur Radisson Hospitality farsímaforrita (sérhvert kallað „smáforrit“): Apple og Google bera ekki ábyrgð á smáforritunum okkar
Notendur Apple-smáforrita
Ef þú hleður niður og/eða notar smáforrit fyrir iPhone eða iPad: Þú, endanlegur notandi smáforritsins, samþykkir að þessi samningur er á milli þín og Radisson Hospitality en ekki milli þín og Apple, Inc., og að Apple, Inc. ber ekki ábyrgð á smáforritinu eða efni þess. Ásamt því sem fram kemur áður, viðurkennir þú að Apple, Inc. og dótturfélög þess séu þriðju aðila rétthafar í þessum samningi ásamt Radisson Hospitality og að Apple, Inc. hafi rétt (og sé talið hafa samþykkt réttinn) á að framfylgja þessum skilmálum og skilyrðum. Þú samþykkir að Apple, Inc. sé ekki á nokkurn hátt skuldbundið til að styðja við smáforritið. Þú samþykkir að þú hafir lesið skilmála og skilyrði App Store (fáanlegir á netinu á
http://www.apple.com/legal/itunes/us/terms.html). Þessir skilmálar og skilyrði Radisson Hospitality innihalda einnig tilvísun í Licensed Application End User License Agreement („LAEULA“) frá Apple, Inc. (sem er að finna á netinu á
http://www.apple.com/legal/itunes/appstore/dev/stdeula/). Í þessum skilmálum er smáforritið skilgreint sem „leyfisskylt forrit“ (e. licensed application) eins og það er skilgreint í LAEULA og Radisson Hospitality er skilgreindur sem „veitandi forrits“ (e. application provider) eins og það er skilgreint í LAEULA. Ef þessir skilmálar og skilyrði eru í ósamræmi við ákvæði LAEULA-samningsins skulu þessir skilmálar og skilyrði vera ráðandi.
Notendur Android-smáforrita
Ef þú hleður niður og/eða notar smáforrit okkar frá Google Play: Þú sem endanlegur notandi smáforritsins samþykkir að Radisson Hospitality, ekki Google Inc., gefur út leyfi og rétt til að setja upp sérhvert smáforrit. Þú samþykkir að Google sé ekki á nokkurn hátt skuldbundið til að styðja við smáforritið. Þú samþykkir að þú hafir skoðað þjónustuskilmála Google Play-vefsvæðisins („skilmálana“) (fáanlegir á http://play.google.com/intl/en_us/about/play-terms.html) og að samkomulag þitt við Radisson Hospitality í samræmi við þessa skilmála og skilyrði innihaldi einnig skilmálana samkvæmt tilvísun. Ef þessir skilmálar og skilyrði eru í ósamræmi við ákvæði skilmálanna munu þessir skilmálar og skilyrði vera ráðandi.
Þú mátt ekki nota eða flytja út eða endurflytja út smáforritið nema að því leyti sem slíkt er heimilað samkvæmt lögum í Belgíu og lögum landsins þar sem smáforritið var fengið. Forritið má ekki flytja út eða endurflytja út til: (a) landa sem Evrópusambandið er með viðskiptaþvinganir á eða (b) einstaklings sem er listaður sem „Sérstaklega skilgreindur ríkisborgari“, „Afneitaður aðili“ eða „Frystur einstaklingur“, eins og skilgreint er í löggjöf Evrópusambandsins eða af einhverju aðildarríkja þess eða hverjum þeim sem hefur fengið svipaða stöðu. Með því að nota smáforritið staðhæfir þú og ábyrgist að þú sért ekki staðsett(ur) í slíku landi eða sért á þessum lista. Þú samþykkir líka að þú munir ekki nota smáforritið í tilgangi sem er óheimill samkvæmt lögum í Belgíu, Evrópusambandinu, t.d. til að þróa, hanna, framleiða eða búa til kjarnorku-, eldflauga- eða efna- eða lífefnavopn.
Ákveðnir skilmálar fyrir lykillausan aðgang (keyless entry) í gegnum RED-smáforritið
Lykillausi aðgangurinn stendur til boða fyrir gesti sem hafa hlaðið niður RED-smáforritinu á hótelum sem taka þátt í klúbbnum og hafa gildan bókunarkóða fyrir einfalt gestaherbergi og sem hafa kosið að nota lykillausan aðgang. Bókanir sem eru gerðar í gegnum viðburðaskipuleggjendur, ferðaskrifstofur, heildsöluaðila og vefsvæði þriðja aðila teljast ekki alltaf sem gildar.
Til að nota lykillausan aðgang verður þú að tryggja að allar nauðsynlegar stillingar og nettengingar séu virkjaðar og réttar og að leyfi og heimild sé fyrir að sjálfvirkar tilkynningar séu sendar til þín í gegnum farsímann þinn. Þess að auki samþykkir þú að aðeins sé hægt að nota lykillausan aðgang þegar Bluetooth-valmöguleikinn er virkjaður á fartækinu þínu og að aðeins sé hægt að nota farsímalykla eða eyða þeim úr RED-smáforritinu þega fartækið er tengt við netið. Ef fartækið þitt er ekki tengt við netið getur þú aðeins notað gilda farsímalykla sem hafa þegar verið settir upp á RED-smáforritinu.
Farsímalyklar sem þú hefur fengið leyfi fyrir eru bundnir við fartækið þitt og þú munt þurfa að hlaða þeim aftur niður í RED-smáforritinu og endurinnrita fyrir lykillausan aðgang ef þú færð nýtt fartæki.
Ef þér stendur lykillaus aðgangur til boða viðurkennir þú og samþykkir að gestaherbergisnúmerið þitt fyrir gildar bókanir verði sent í fartækið þitt í gegnum RED-smáforritið og verði sýnilegt öllum sem hafa aðgang að fartækinu þínu í gegnum RED-smáforritið. Einungis þú berð ábyrgð á að takmarka notkun á RED-smáforritinu í gegnum fartækið þitt og að fartækið sé öruggt-t.d. með því að nota lykilorð og önnur öryggistæki sem eru nauðsynleg til að takmarka aðgang að fartækinu eða RED-smáforritinu. Þú samþykkir að þú munir ekki leyfa þriðja aðila að nota fartækið þitt eða hafa aðgang að RED-smáforritinu eða nota lykillausan aðgang á fartækinu þínu.
Ef þú ert á einhverjum tímapunkti með bókun sem hægt er að hafa aðgang að í gegnum lykillausan aðgang og fartækið þitt týnist, er stolið eða hakkað samþykkir þú að láta afgreiðsluborð hótelsins þar sem bókunin var gerð vita og fylgja leiðbeiningum sem hótelið eða Radisson Hospitality veitir, þ.m.t. með því að eyða eða samþykkja eyðingu á farsímalyklum af fartækinu þínu.) Hvorki Radisson Hospitality né önnur hótel sem taka þátt verða talin ábyrg á neinum vandamálum eða kröfum sem koma upp vegna mistaka við að tryggja öryggi tækisins þíns eða við að tilkynna viðeigandi hóteli um atvik þar sem fartækið þitt týnist, er stolið eða hakkað eða er á annan hátt ekki lengur í vörslu þinni eða undir stjórn þinni eða er á einhvern hátt í hættu.
Þú samþykkir að nota aðeins lykillausa aðganginn í tengslum við gilda bókun í tilsettum tilgangi, þ.e. til að innrita þig og til að nota fartækið þitt til að hafa aðgang að þeim svæðum sem þér er lagalega heimilt að hafa aðgang að, þ.m.t. gestaherberginu sem þér hefur verið veittur aðgangur að. Þú mátt ekki nota lykillausa aðganginn á annan hátt og þú mátt aðeins nota lykillausa aðganginn á fartæki sem er undir þinni stjórn.
Höfundarréttur og einkaleyfislöggjöf sem og alþjóðlegir sáttmálar vernda lykillausa aðgangshugbúnaðinn og farsímalyklana. Öll afritun og frekari dreifing á hugbúnaðinum eða farsímalyklum er sérstaklega bönnuð samkvæmt lögum og getur leitt til alvarlegra stjórnvalds- og refsisekta. Án þess að takmarka það sem fram hefur komið er afritun á hugbúnaðinum eða farsímalyklunum fyrir frekari framleiðslu eða dreifingu sérstaklega bönnuð. Radisson Hospitality veitir þér takmarkað leyfi, sem er ekki sérleyfi, er ekki seljanlegt og er afturkallanlegt til að nota lykillausa aðganginn á fartækinu þínu þegar það er í þinni vörslu og undir þinni stjórn og í þeim tilgangi sem kemur fram í þessum skilmálum.
Ábyrgð Radisson Hospitality og leyfishafa þess og samstarfsaðila
Þú notar svæðið og efni þess á eigin áhættu. Efni svæðisins gæti innihaldið tæknilega ónákvæmni og stafsetningarvillur, þ.m.t. ónákvæmni sem snýr að verði og gjöldum eða fáanleika varðandi pöntun þína. Radisson Hospitality og leyfishafar þess og samstarfsfélagar taka ekki ábyrgð á slíkum villum, ónákvæmni eða úrfellingum og hafa enga skyldu til að virða bókanir eða upplýsingar þar sem slíkar villur, ónákvæmni eða úrfellingar leika hlutverk. Radisson Hospitality getur gert breytingar, leiðréttingar, afbókanir og/eða viðbætur á hvaða tíma sem er eftir að pöntun hefur verið staðfest.
EFNI ÞESSA SVÆÐIS ER VEITT „EINS OG ÞAÐ ER“ OG ER ÁN ÁBYRGÐA AF HVAÐA TAGI SEM ER HVORT SEM ÞÆR ERU SÉRSTAKLEGA GEFNAR EÐA RÍSA VEGNA TÚLKUNAR OG AÐ ÞVÍ LEYTI SEM ÞAÐ ER HEIMILAÐ Í GILDANDI LÖGUM, HAFNAR RADISSON HOSPITALITY ALLRI ÁBYRGÐ Á HENTUGLEIKA TIL SÖLU EÐA Í ÁKVEÐNUM TILGANGI. RADISSON HOSPITALITY ÁBYRGIST EKKI AÐ VIRKNI NETSVÆÐISINS VERÐI STÖÐUG OG LAUS VIÐ VILLUR, EÐA AÐ VILLUR VERÐI LEIÐRÉTTAR EÐA AÐ ÞETTA SVÆÐI EÐA NETÞJÓNNINN SEM HÝSIR SVÆÐIÐ SÉ LAUS VIÐ VÍRUSA EÐA ANNAÐ SKAÐLEGT INNIHALD. RADISSON HOSPITALITY ÁBYRGIST EKKI NÉ GEFUR NEIN LOFORÐ VARÐANDI NOTKUN Á EÐA ÚTKOMU Á NOTKUN ÞINNI Á EFNI VEFSVÆÐISINS HVAÐ VARÐAR RÉTTLEIKA, NÁKVÆMNI EÐA ÁREIÐANLEIKA EFNIS ÞESS EÐA ANNARS. ÞÚ (EN EKKI RADISSON HOSPITALITY) BERÐ ÁBYRGÐ Á ÖLLUM KOSTNAÐI VIÐ NAUÐSYNLEGA ÞJÓNUSTU, VIÐGERÐIR EÐA LEIÐRÉTTINGAR. TAKMÖRKUNIN AÐ OFAN Á E.T.V. EKKI VIÐ UM ÞIG AÐ ÞVÍ LEYTI SEM GILDANDI LÖG LEYFA EKKI ÚTILOKUN ÓBEINNA ÁBYRGÐA. ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ ÞÚ NOTIR VEFSVÆÐIÐ Á EIGIN ÁHÆTTU.
RADISSON HOSPITALITY TEKUR EKKI ÁBYRGÐ Á, HVORT SEM ER VEGNA SAMNINGA EÐA SKAÐABÓTASKYLDU, NEINUM BEINUM, ÓBEINUM, SÉRSTÖKUM, AFLEIDDUM, EÐA REFSIVERÐUM SKAÐABÓTUM Þ.M.T. SKAÐABÓTUM VEGNA TAPS Á ÁÆTLUÐUM GRÓÐA EÐA TEKJUM EÐA ÖÐRUM EFNAHAGSLEGUM SKAÐA Í SAMBANDI VIÐ EÐA VEGNA ATHAFNA EÐA ATHAFNALEYSIS RADISSON HOSPITALITY, UMBOÐSMANNA ÞESS, HLUTDEILDARFÉLAGA, FYRIRTÆKJA UNDIR SAMEIGINLEGRI STJÓRN, SJÁLFSTÆÐRA VERKTAKA EÐA ÓHÁÐRA ÞRIÐJU AÐILA SEM STAFA AF SKORTI Á UPPFYLLINGU EÐA BROTUM Á ÞESSUM SKILMÁLUM OG SKILYRÐUM EÐA PERSÓNUVERNDARSTEFNU OKKAR. TAKMÖRKUN EÐA ÚTILOKUN HÉR AÐ OFAN GILDIR EKKI AÐ ÞVÍ LEYTI SEM GILDANDI LÖG HEIMILA EKKI TAKMÖRKUN EÐA ÚTILOKUN Á ÁBYRGÐ Á TILFALLANDI EÐA AFLEIDDUM SKAÐA. Í ÖLLUM TILFELLUM SKAL HEILDARSKAÐABÓTASKYLDA RADISSON HOSPITALITY GAGNVART ÖLLU ÞÍNU TAPI, SKAÐA OG AÐGERÐUM EKKI VERA HÆRRI EN UPPHÆÐIN SEM ÞÚ GREIDDIR FYRIR AÐGANG AÐ VEFSVÆÐINU. HÉR MEÐ AFSALAR ÞÚ ÞÉR ÖLLUM KRÖFUM OG MÁLAFERLUM EÐA RÉTTI Á AÐ HEFJA SLÍK MÁLAFERLI EÐA GERA KRÖFUR SEM KOMA UPP EÐA SNÚA AÐ VEFSVÆÐINU, SAMSKIPTUM EÐA ÞESSUM SKILMÁLUM OG SKILYRÐUM EFTIR EITT (1) ÁR FRÁ ÞVÍ AÐ ATBURÐURINN, ATHÖFNIN, SKILYRÐIÐ EÐA ÚRFELLINGIN SEM KRAFAN EÐA MÁLAFERLIÐ BYGGIR Á KOM UPP.
Ef þú hleður niður og/eða notar iPhone- eða iPad-smáforritið: Þú gerir þér grein fyrir og samþykkir að Apple, Inc. muni aldrei bera ábyrgð á kröfum sem snúa að smáforritinu (þ.m.t kröfum þriðja aðila um að smáforritið brjóti á höfundarrétti hans) eða á notkun og vörslu þinni á smáforritinu, þ.m.t: (i) skaðabótakröfum vegna smáforritsins, (ii) kröfum um að smáforritið uppfylli ekki gildandi lög eða reglur og (iii) kröfur sem verða til vegna neytendaverndar eða svipaðrar lagasetningar. Þú samþykkir að því leyti sem slíkt er heimilað í gildandi lögum að Apple, Inc. muni ekki bera neina ábyrgð á smáforritinu.
Reikningurinn þinn
Þegar þú notar vefsvæðið berð þú ábyrgð á að viðhalda leynd yfir reikningi þínum og lykilorði og að takmarka aðgang að tölvunni þinni eða fartæki. Þú berð ábyrgð á öllum athöfnum sem eru gerðar á reikningi þínum eða undir þínu lykilorði. Radisson Hospitality áskilur sér rétt til að neita þjónustu, loka reikningum, fjarlægja eða breyta innihaldi eða hætta við bókanir eftir eigin ákvörðunarrétti.
Skaðabætur
Þú samþykkir að verja, greiða skaðabætur vegna og sjá til þess að Radisson Hospitality, starfsmenn þess, stjórnendur, umboðsmenn, leyfishafar og samstarfsfélagar séu skaðlausir vegna krafna, athafna, ábyrgða og bótafjárhæða þ.m.t. án takmörkunar við sanngjarnan lögfræðikostnað og endurskoðunargjöld sem verða vegna eða eru talin hafa orðið vegna brota á þessum skilmálum.
Almennt
Aðgangur að efninu er ekki endilega löglegur fyrir suma einstaklinga eða í sumum löndum. Þegar þú ferð á vefsvæðið gerir þú það á eigin áhættu og þú berð ábyrgð á að fara eftir lögum lögsögu þinnar. Eftirfarandi ákvæði munu halda gildi sínu eftir að skilmálar og skilyrði falla úr gildi af einhverri ástæðu: Ábyrgð Radisson Hospitality, leyfishafa þess og samstarfsfélaga, notkunartakmörkun, afhending hugmynda, samskipti notenda, ábyrgð, gildandi lög og samningsheild.
Gildandi lög
Þessir skilmálar og skilyrði skulu lúta lögum Belgíu án tillits til ákvæða um lögskil. Þú og Radisson Hospitality veitið hér með sérstakt samþykki ykkar fyrir að vera undir lögsögu dómstóla Belgíu hvað varðar úrlausnir eða málaferli vegna krafna eða ágreinings sem verður til vegna þessara skilmála og skilyrða. Ef þú ert neytandi í Evrópusambandinu og við beinum þessu vefsvæði að landsvæði þínu mun ekkert í þessum skilmálum og skilyrðum koma í veg fyrir að neytendur nýti réttindi sín til að nota skyldubundin ákvæði laga á staðnum (þar sem lög í landinu segja til um) og geti notið góðs af lögsögu dómstóla í landi þínu. Ef dómstóll sem hefur gilda lögsögu telur að einhver ákvæði þessara skilmála og skilyrða teljist ógild mun ógilding slíks ákvæðis ekki hafa áhrif á gildi eftirstandandi ákvæða í þessum skilmálum og skilyrðum sem skulu áfram halda gildi sínu. Niðurfelling á einhverjum af þessum skilmálum og skilyrðum skal ekki teljast vera frekari eða áframhaldandi niðurfelling á skilmála eða skilyrði eða öðrum skilmálum og skilyrðum.
Samningsheild
Nema ef annað kemur sérstaklega fram í tilkynningu eða viðvörun sem verður birt af Radisson Hospitality á þessu vefsvæði munu þessir skilmálar og skilyrði ásamt persónuverndarstefnunni teljast sem samningsheildin milli þín og Radisson Hospitality hvað varðar notkun á vefsvæðinu og efni þess.