Persónuverndaryfirlýsing fyrir umsækjanda Radisson Hotel Group
Inngangur
Langtímasýn okkar er að vera framúrskarandi fyrirtæki fyrir gesti, eigendur og starfsfólk. Þar sem kjarninn í öllu sem við gerum snýst um gesti okkar gerum við okkur fulla grein fyrir mikilvægi persónuverndar og gagnaverndar fyrir alla okkar umsækjendur.
Þess vegna höfum við skuldbundið okkur til að virða og vernda friðhelgi þína og val þitt og að meðhöndla persónuupplýsingar þínar af fyllstu varkárni við allar aðstæður.
Persónuverndaryfirlýsing okkar var hönnuð með það að markmiði að vera gagnsæ og fylgja meginreglum um persónuvernd sem gilda um starfsumsókn og ráðningarferli á sniði sem er auðskiljanlegt og læsilegt. Þessi persónuverndaryfirlýsing útskýrir hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum sem við söfnum um þig þegar þú sækir um starf eða starfsnám hjá Radisson Hotel Group.
Hver við erum og hvernig má hafa samband við okkur
Radisson Hotel Group („Radisson“, „við“, „okkur“ og „okkar“) er alþjóðleg hótelkeðja sem hannar og rekur yfir 1.100 hótel í 95 löndum í Evrópu, Mið-Austurlöndum, Afríku, Asíu og Eyjaálfu undir níu aðskildum vörumerkjum.
Mismunandi aðilar innan Radisson vinna úr persónuupplýsingum þínum og/eða í mismunandi tilgangi, allt eftir því hvaða starf þú sækir um.
Þegar þú sækir um starf á hóteli eða á einhverri af skrifstofum okkar er lögaðilinn sem er rekstraraðili hótelsins eða sem hefur umsjón með skrifstofunni sem sameiginlegur ábyrgðaraðili gagna ásamt Radisson Hospitality Belgium SRL („RHB“), Avenue du Bourget 44, 1130 Brussel, Belgíu. Þetta er í vegna þess að RHB sér um miðlægt ráðningarkerfi okkar og ráðningarteymið okkar heyrir undir RHB.
Umfang yfirlýsingar
Þessi persónuverndaryfirlýsing gildir þegar þú sendir inn umsókn um stöðu til einhverrar skrifstofu okkar eða sækir um stöðu á hóteli í rekstri eða umsjón Radisson um allan heim. Sérleyfishótel eru rekin af öðrum aðilum en Radisson og munu vinna úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við eigin persónuverndarstefnu og ferli. Vinsamlegast hafðu samband við sérleyfishótel ef þú þarft frekari upplýsingar um persónuverndarstefnu þeirra.
Þegar þú hefur samþykkt atvinnutilboð verður þú meðlimur Radisson teymisins og því mun sérstök persónuverndaryfirlýsing gilda um persónuupplýsingar þínar. Ef starfsumsókn þín til Radisson Hotel Group er samþykkt skaltu lesa persónuverndaryfirlýsingu okkar fyrir starfsfólk.
Hvað persónuupplýsingum söfnum við um þig?
- Fornafnið þitt
- Eftirnafnið þitt
- Símanúmerið þitt
- Netfangið þitt og heimilisfang
- Kyn þitt
- Aldur þinn og fæðingardagur
- Ferilskrá þín og kynningarbréf
- Starfsreynsla þín (vinnuveitandi, staða, skyldur, dagsetningar)
- Upplýsingar um æskilegt starf þitt (t.d. hvort þú samþykkir að flytja eða ferðast)
- Núverandi laun og umbeðin laun
- Upplýsingar um eftirfarandi: a) ríkisborgararétt b) vegabréfsáritun, c) atvinnuleyfi
- Upplýsingar um menntun þína (háskóli/skóli, útskriftarár, námsgráða)
- Vottanir og þjálfun
- Tungumálakunnátta
- Mynd af þér
- Meðmæli þín (nafn, vinnuveitandi, starfsheiti, tengsl, netfang, sími)
- Kennitölu þinni
- Upplýsingar um bankareikninginn þinn
- Svör við hæfisspurningum
- Allar viðbótarupplýsingar sem þú samþykkir að veita í ráðningarferlinu
Ekki senda eftirfarandi nema við óskum sérstaklega eftir þessum persónuupplýsingum frá þér (sem við kunnum að gera í undantekningartilvikum), t.d. til að uppfylla lagaskyldur okkar:
- lífkenni/læknisfræðileg gögn eða upplýsingar um heilsufar
- upplýsingar um erfðir, kynþátt eða þjóðerni
- upplýsingar tengdar kynlífi eða kynhneigð
- trúar-, heimspeki- eða hugmyndafræðilegar skoðanir
- stjórnmálaskoðanir
- upplýsingar sem varða aðild að stéttarfélagi.
Ef þú sendir ofangreindar viðkvæmar upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja heimilar þú Radisson Hotel Group að meðhöndla þær í þeim tilgangi að vinna úr umsóknin þinni.
Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar?
Við söfnum persónuupplýsingum um þig í gegnum
Harri-kerfið eða aðrar vefsíður þriðju aðila (t.d. Linkedln) þegar þú sækir um starf hjá okkur. Við söfnum einnig persónuupplýsingum þínum þegar þú hefur samband við eitt af hótelum okkar eða skrifstofu vegna tiltekins atvinnutækifæris eða ef þú sendir okkur almenna umsókn. Persónuupplýsingum þínum gæti auk þess verið safnað í starfsviðtalinu.
Svona notum við persónuupplýsingar um þig
Við notum persónuupplýsingar þínar í eftirfarandi tilgangi helstum: (1) til að ráða í lausar stöður og vinna úr umsókn þinni með það að markmiði og (2) til að ráða umsækjendur í framtíðinni. Slíkt felur eftirfarandi í sér:
- mat á hæfni þinni og færni
- samskipti við þig og svör við spurningum þínum í ráðningarferlinu
- skipulagning viðtala við þig og annað mat ef við teljum það viðeigandi
- að hafa samband við meðmælendur þína
- að hafa samband við þig varðandi atvinnutækifæri í framtíðinni ef umsóknin leiðir ekki til starfs
- að senda þér formlegt starfstilboð ef við teljum að þú hentir best í tiltekið starf.
Í þeim tilgangi reiðum við okkur á eftirfarandi lagagrundvöll:
- framkvæmd samnings (t.d. til að vinna úr og hafa umsjón með umsókn þinni)
- að uppfylla lagagrundvöll (t.d. að athuga hvort þú uppfyllir skilyrði til að vinna í tilteknu landi)
- samþykki þitt (t.d. að telja þig til umsækjenda okkar)
- í undantekningartilvikum til að vernda mikilvæga hagsmuni þína.
Hverjir hafa aðgang að persónuupplýsingunum þínum
Persónuupplýsingunum þínum gæti verið deilt innanhúss, þar á meðal með öðrum aðilum innan Radisson-samstæðunnar, svo ráðningarferlið geti gengið vel fyrir sig. Þetta felur í sér starfsmannastjóra og ráðningarteymi, yfirmenn og stjórnendur deildarinnar þar sem þú sóttir um og upplýsingatæknifólk.
Ef þú hefur samþykkt að vera áfram hluti umsækjenda svo hægt sé að hafa samband við þig varðandi atvinnutækifæri í framtíðinni geta eftirfarandi aðilar fengið aðgang að persónuupplýsingum þínum varðandi hugsanleg störf í framtíðinni:
- félög í Radisson Group, þar með talin hlutdeildarfélög og dótturfélög
- hótel sem eru rekin undir merki Radisson
- eigendur hótela í umsjón Radisson.
Við kunnum auk þess að deila persónuupplýsingum þínum með:
- Þjónustuveitendum sem aðstoða okkur við ráðningar: með þessu er átt við þriðju aðila sem kunna að aðstoða okkur í ráðningarferlinu, svo sem ráðningarstofur og ráðgjafa
- Þjónustuveitur á sviði upplýsingatækni, kerfa og skýjaþjónustu: viðkomandi aðilar aðstoða okkur við að meðhöndla starfsumsókn þína og við ráðningarferlið
- Opinber yfirvöld, dómstólar og löggæslustofnanir: við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með opinberum yfirvöldum og löggæslustofnunum ef vera skyldi að við séum beðin um að veita upplýsingar um þig eða um umsækjendur okkar í samræmi við gildandi lög. Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með dómstólum vegna beitingar eða varnar réttarkrafna
- Lögmenn: lögmenn geta veitt lögfræðiráðgjöf eða á annan hátt haft umsjón með beitingu eða vörnum gegn réttarkröfum.
Flutningur persónuupplýsinganna þinna
Þú skilur og samþykkir að við kunnum að flytja persónuupplýsingar til annarra lögsagnarumdæma sem hugsanlega bjóða ekki upp á sömu vernd og þá sem gildir í heimalandi þínu.
Þegar við flytjum persónuupplýsingar þínar til annarra landa eða lögsagnarumdæma verndum við þær upplýsingar eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu og í samræmi við gildandi lög. Þar sem gildandi lög krefjast þess munum við setja bindandi samningsbundnar skyldur við viðtakanda gagnanna til að vernda réttindi gagnaverndar þinnar. Enn fremur munum við tilkynna lögbæru eftirlitsyfirvaldi um allan gagnaflutning og/eða aðferðir við gagnaflutning þar sem þess er krafist samkvæmt gildandi lögum.
Fyrir flutnings frá Evrópska efnahagssvæðinu („EES“) til Bandaríkjanna og annarra lögsagnarumdæma utan EES, innleiðum við föst samningsákvæði sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt, sem og aðrar viðeigandi lausnir til að taka á flutningi yfir landamæri eins og krafist er eða heimilað er í 46. og 49. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar. Frekari upplýsingar um flutning milli landa má finna í
altækri persónuverndaryfirlýsingu okkar.
Hve lengi geymum við persónuupplýsingar þínar
Ef umsóknin þín leiðir ekki til starfs munum við geyma persónuupplýsingar þínar í 2 ár eftir að ráðningarferlinu lýkur til að annað hvort: a) halda þér á skrá yfir umsækjendur og þannig hafa samband við þig varðandi tækifæri í framtíðinni sem henta hæfni þinni eða b) flýta fyrir umsókn þinni í framtíðinni ef þú ákveður að sækja aftur um hjá okkur.
Ef umsókn þín um ráðningu er samþykkt verða persónuupplýsingar þínar fluttar í starfsmannaskrá okkar og varðveittar meðan á ráðningu stendur.
Hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar
Við verndum persónuupplýsingar þínar og grípum til eðlilegra öryggisráðstafana, þar á meðal tæknilegra og skipulagslegra sem eru viðeigandi fyrir verndun persónuupplýsinga þinna gegn óleyfilegri eða ólöglegri vinnslu og gegn tapi, eyðileggingu eða tjóni af gáleysi.
Einkum rekum við gagnanet og -kerfi sem varin eru með viðurkenndum öryggisráðstöfunum og notum öruggar samskiptareglur á óvörðum netkerfum til að vernda sendingu persónuupplýsinga þinna.
Auk þess takmarkast aðgangur að persónuupplýsingum þínum við starfsfólk og þjónustuveitendur þar sem nauðsynlegt er. Við gerum ávallt allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að þeir þriðju aðilar sem við störfum með tryggi öryggi persónuupplýsinga þinna.
Þar sem internetið er opinn vettvangur samskipta og ýmsir aðrir áhættuþættir geta verið til staðar getum við ekki tryggt að upplýsingar sem fluttar eru eða geymdar í kerfum okkar séu ávallt varðar gegn árásum annarra aðila, þrátt fyrir að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda kerfi okkar, vefsvæði, aðgerðir og upplýsingar gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum eða birtingu.
Réttindi þín
Þegar við vinnum úr persónuupplýsingum þínum hefur þú eftirfarandi réttindi:
Almennt hefurðu eftirfarandi réttindi:
-
Upplýsingar. Þú hefur rétt á að fá skýrar, gagnsæjar og auðskiljanlegar upplýsingar um hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar, sem og réttindi þín.
-
Leiðrétting. Þú hefur rétt á að fara fram á að öllum ófullnægjandi eða ónákvæmum persónuupplýsingum sem við vinnum úr um þig sé breytt;
-
Eyðing. Þú hefur rétt til að fara fram á að við eyðum persónuupplýsingum sem við vinnum um þig, með fyrirvara um tilteknar undantekningar, til dæmis þar sem við þurfum að geyma persónuupplýsingar þínar til að uppfylla lagaskyldu;
-
Afturköllun samþykkis. Alltaf þegar við reiðum okkur á samþykki þitt getur þú afturkallað það samþykki hvenær sem þú kýst og að eigin frumkvæði með því að skrá þig inn á aðgang þinn á vefsvæði okkar (ef þú ert með aðgang), í viðskiptasamskiptum beint með því að smella á tengilinn til að segja upp áskrift í tölvupóstinum eða með því að hafa heimsækja persónuverndarmiðstöð okkar hér: https://www.radissonhotels.com/en-us/privacy. Afturköllun samþykkis þíns hefur ekki áhrif á lögmæti söfnunar og vinnslu gagna á grundvelli samþykkis þíns fram að því augnabliki þegar þú dregur samþykki þitt til baka. Vinsamlegast hafðu í huga að við gætum haft aðrar lagalegar ástæður fyrir því að vinna úr gögnum þínum í öðrum tilgangi, svo sem þeim sem settar eru fram í þessari persónuverndarstefnu;
-
Aðgangur. Með fyrirvara um tilteknar undantekningar hefur þú rétt á að fá aðgang að og óska eftir afriti af persónuupplýsingunum sem við vinnum úr um þig, sem við munum veita þér á rafrænu formi og/eða skriflega, eða munnlega þar sem gildandi lög leyfa. Við kunnum að innheimta sanngjarnt gjald fyrir þessa aðgangsbeiðni þar sem það er heimilt samkvæmt gildandi lögum;
-
Takmörkun. Við ákveðnar aðstæður kann að vera að þú hafir rétt til að fara fram á að við takmörkum úrvinnslu persónuupplýsinga þinna;
-
Flutningur. Þú hefur rétt til að fara fram á að við sendum persónuupplýsingar sem við geymum um þig til þín eða annars ábyrgðaraðila gagna með sérstökum skilyrðum;
-
Andmæli. Undir ákveðnum kringumstæðum sem lýst er í persónuverndarlögum, sérstaklega þegar við vinnum persónuupplýsingar á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar, getur þú mótmælt vinnslu persónuupplýsinga þinna, þar á meðal þegar persónuupplýsingar þínar eru unnar í tilgangi beinnar markaðssetningar.
Þú getur nýtt þér ofangreind réttindi, þar sem við á, með því að hafa samband við persónuverndarmiðstöð okkar hér: https://www.radissonhotels.com/en-us/privacy.
Við söfnum ekki vísvitandi eða óskum eftir persónuupplýsingum frá neinum undir 18 ára aldri eða löglegum starfsaldri samkvæmt gildandi lögum. Ef við komumst að því að við höfum safnað persónuupplýsingum frá börnum eins og lýst er hér að ofan í ráðningarferlinu munum við gera ráðstafanir til að eyða þeim upplýsingum.
Breytingar á persónuverndaryfirlýsingunni
Við kunnum að uppfæra þessa persónuverndarstefnu af og til. Við munum láta þig vita af öllum mikilvægum breytingum með því að birta þær breytingar hér eða með því að láta þig vita í gegnum aðrar viðeigandi samskiptaleiðir sem við notum almennt með þér. Allar breytingar á þessari persónuverndaryfirlýsingu munu taka gildi um leið og þær hafa verið birtar á þessu vefsvæði, nema annað sé tekið fram.
Persónuverndaryfirlýsingin var síðast endurskoðuð 19. desember 2023.